Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2011 06:44

Við svona atvik finnur maður styrkinn sem býr með þjóðinni

„Ég var á leið með son minn á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hann átti að fara í aðgerð á fæti í gærmorgun þegar bíllinn bilaði og drap á sér í hríðarkófi á Mýrunum. Við sátum þarna ráðalaus þegar hjón koma akandi og stoppa hjá okkur. Þau spyrja hvort hægt sé að aðstoða og maðurinn fer að reyna að koma bílnum í gang. Það gekk ekki og bjóðast þau þá til að lána okkur bíl til að við gætum haldið ferð okkar áfram á Akranes,“ segir Sigríður Erla Guðmundsdóttir í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. Sigríður segist hafa orðið hissa á þessari miklu greiðvikni og vera afar þakklát þeim hjónum. „Þegar svona hendir finnur maður þann styrk sem býr með þjóðinni og samtakamáttinn sem hún sýnir á góðum degi,“ segir Sigríður sem þannig gat haldið áfram för sinni og sonur hennar komst i tæka tíð í uppskurðinn sem gekk í alla staði vel.

Hjónin sem þannig björguðu Sigríði Erlu og sinni hennar heita Arelíus Sigurðsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir og búa á Álftárbakka á Mýrum. Þau fá hrós vikunnar fyrir hjálpsemina við mæðginin úr Hólminum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is