Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2011 06:48

VLFA segir sig úr samfloti um kjaraviðræður

Verkalýðsfélag Akraness hefur tilkynnt samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að félagið segi sig frá hugmyndum um samræmda launastefnu í komandi kjarasamningaviðræðum með öðrum félögum verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur félagið sent Ríkissáttasemjara bréf og vísað kjaradeilu félagsins á hinum almenna vinnumarkaði til hans á formlegan hátt. Í liðinni viku fór fram fundur í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands. Var þar samþykkt að skoða hugmyndir forseta Alþýðusambands Íslands um samræmda launastefnu í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fyrir lágu hugmyndir að slíkri launastefnu. „Það er morgunljóst að þær hugmyndir falla alls ekki að þeirri kröfugerð sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA.

 

 

 

Hann segir það hafa verið mat samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness að samræmda launastefnu, eins og forseta ASÍ hugsi hana og kynnt hafi verið fyrir félögunum, ekki vera annað en skemmdarverk gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem starfa í útflutningsgreinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is