Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2011 02:29

Hafró leggur til 125 þúsund tonna viðbót í loðnunni

Hafrannsóknastofnunin lagði til í dag að bætt verði 125 þúsund tonnum við þann 250 þúsund tonna kvóta sem ráðherra var búinn að úthluta á yfirstandandi vertíð. Tillaga Hafró um aukinn kvóta byggir á nýjum mælingum sem gefa til kynna að veiðistofn loðnu sé 720 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Fyrri mælingar sýndu veiðistofninn um 600 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar.

 

 

 

 

Árni Friðriksson hefur síðustu tvær vikurnar verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins úti fyrir Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Með rannsóknaskipinu voru fyrstu dagana fimm veiðiskip að kanna útbreiðslu loðnunnar út af Austfjörðum og Norðurlandi. 

Ingimundur Ingimundarson í uppsjávardeild HB Granda segir að þessi viðbót muni þýða 16-17 þúsund tonna viðbót við kvóta fyrirtækisins. Aðspurður hvort aldursforsetinn í uppsjárvarflotanum hjá fyrirtækinu, Víkingur á Akranesi, sé þá að fara á veiðar, sagði Ingimundur að það yrði þá ekki fyrr en kemur að loðnufrystingu í lok febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is