Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2011 03:31

Nýr hagvísir um vinnumarkaðsmál á Vesturlandi

Út er kominn nýr Hagvísir fyrir Vesturland. Hann er unninn af Vífli Karlssyni hagfræðingi SSV. Skessuhorn sagði í liðinni viku frá helstu atriðum sem fram koma í hagvísinum, en í honum er meðal annars að finna ýmislegt er tengist vinnumarkaði á Vesturlandi. Þar er fjallað um hvaða þættir það eru helst sem ráða launamyndun í landshlutanum, arðsemi menntunar, meðaltekjur brotnar upp eftir sveitarfélaögum á Vesturlandi samanburði við önnur sveitarfélög á landinu og vinnusóknarsvæði Vesturlands svo eitthvað sé nefnt.

Í samantekt Vífils kemur m.a. fram að menntun skilar hærri tekjum á Vesturlandi. Hinsvegar mættu tekjur menntaðra vera hærri á svæðinu því arðsemi hennar er ekki eins mikil og mælst hefur í öðrum landshlutum. Arðsemi menntunar er því lítil á Vesturlandi og mælist eingöngu hjá þeim sem hafa háskólapróf. Sjómenn eru með umtalsvert hærri tekjur (45%) en sambærilegir starfskraftar í öðrum atvinnugreinum og einnig þeir sem starfa í fiskvinnslu (25%). Í landbúnaði eru tekjurnar hinsvegar 22% lægri. Þeir sem eru í öðrum iðnaði eru með 14% hærri heildartekjur, þeir sem starfa hjá veitum 36%, í fjármálageiranum 24%, heilbrigðisþjónustunni 11% hærri, en þeir sem vinna við kennslu (fræðslu) eru með 13% lægri tekjur en sambærilegir starfskraftar í öðrum atvinnugreinum. Þá fá stjórnendur sérstaka 16% umbun fyrir sitt starf.

Vestlendingar ná að hækka tekjur sín með því að sækja vinnu langt frá heimili sínu. Þeir sem sækja vinnu langt eru með marktækt hærri tekjur heldur en þeir sem sækja hana stutt frá heimili. Vinnusóknarsvæði Vesturlands er misjafnt. Dæmi eru um að Vestlendingar sæki vinnu í á annað hundrað kílómetra frá heimili sínu en hlutfallslega sækja 72% Vestlendinga vinnu í 0-10 kílómetra fjarlægð frá heimili og 4% í 41-50 kílómetra. Skagamenn eru duglegastir við sækja vinnu annað (10 kílómetra radíus), þá Borgfirðingar, Dalamenn en síst Snæfellingar.

Tekjumunur á milli sveitarfélaga á Vesturlandi hefur minnkað þegar árin 1999 og 2008 eru borin saman. Ekki er lengur marktækur munur á milli svæða Vesturlands þegar tekið hefur verið tillit til menntunar, atvinnugreina, starfsgreina og annarra hefðbundinna áhrifaþátta tekna. Atvinnutekjur á Akranesi, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi voru yfir landsmeðaltali árið 2008. Þetta eru sveitarfélög sem eru tengdari sjávarútvegi en landbúnaði.  Tekjumunur dregst saman á suðurhluta Vesturlands en eykst annarsstaðar á milli áranna 2007 og 2010.

 

Skýrsluna í heild sinni má lesa með að ýta HÉR

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is