Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2011 10:28

Þorsteinn Már með þrjú mörk fyrir landsliðið

Ísland hafnaði í 2. sæti riðilsins í forkeppni EM 2012 í Futsal, sem leikinn var að Ásvöllum um helgina. Lettar unnu sigur í riðlinum með fullt hús stiga, en Grikkir og Armenar fengu eitt stig hvort. Þorsteinn Már Ragnarsson var sá eini sem komst á blað af þeim leikmönnum Víkings Ó. sem voru valdir í liðið en hann skoraði þrjú mörk. Þetta var frumraun Íslands í EM landsliða í Futsal og var frammistaða liðsins framar öllum vonum. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að greinilegt sé að Futsal-landsliðið sé komið til að vera.

 

 

 

 

 

Fyrsti leikur liðsins var gegn Lettum síðastliðinn föstudag. Leikurinn var hnífjafn og Íslendingarnir sýndu flotta takta í þessum fyrsta landsleik Futsal-landsliðsins. Liðið stóð sig með prýði, þrátt fyrir naumt 4-5 tap. Næsti leikur var gegn Armenum og var hann leikinn á laugardaginn. Í þetta sinn vann Ísland stórsigur og urðu lokatölur 6-1, en Þorsteinn Már skoraði tvö af sex mörkum Íslendinga. Síðasti leikurinn var síðan gegn Grikklandi síðastliðinn mánudag. Íslenska liðið sigraði þann leik, 5-4, og lauk því keppni í öðru sæti með sex stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is