Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2011 11:49

Loðnukvóti HB Granda gæti tvöfaldast milli ára

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að loðnukvótinn á yfirstandandi vertíð verði aukinn úr 200 þúsund tonnum í 325 þúsund tonn í kjölfar mælinga á stærð og útbreiðslu stofnsins. Fari ráðherra að tillögum stofnunarinnar mun loðnukvóti skipa HB Granda verða um 44 þúsund tonn á vertíðinni. Til samanburðar má nefna að loðnukvóti þeirra á síðustu vertíð var um 20.500 tonn og væri því um rúmlega tvöföldun að ræða á milli ára. Þetta kom fram á vef HB Granda í gær.

 

 

 

 

Nú er verið að landa um 1.100 tonnum af loðnu úr Ingunni AK á Vopnafirði og þar með er afli skipa HB Granda kominn í um 11 þúsund tonn á vertíðinni. Samkvæmt því gætu eftirstöðvar loðnukvótans verið um 33 þúsund tonn. Tvö skipa HB Granda, Ingunn og Lundey NS, eru nú á loðnuveiðum en Faxi RE, sem kom með um 670 tonna loðnuafla til Vopnafjarðar um helgina, er farinn til gulldepluveiða í stað Ingunnar sem kom með um 500 tonn af gulldeplu til Akraness síðastliðinn fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is