Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2011 04:07

Hæstiréttur ógildir kosningar til stjórnlagaþings

Rétt um klukkan þrjú í dag birti Hæstiréttur dóm sinn þar sem fjallað er um kærur þriggja einstaklinga vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar. Rétturinn tók til greina flesta ágalla sem kærendur kosninganna töldu að væri á framkvæmdinni. Í niðurstöðu dóms Hæstaréttar kemur fram að fjölmargir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna. Kjörseðlar ekki rétt úr garði gerðir og verið rekjanlegir til nafna einstakra kjósenda. Kjörklefar á sumum kjörstöðum ófullnægjandi þannig að hægt var að fylgjast með því hvernig kjósendur greiddu atkvæði. Þar með hafi kosningarnar ekki verið leynilegar. Þá hafi lagafyrirmælum um að leyfilegt sé að brjóta kjörseðilinn saman ekki verið fylgt, en tveir dómarar af sex féllust þó ekki á þessi rök. Einnig var losarabragur á hönnun kjörkassa og atkvæðin ekki talið fyrir opnum tjöldum.

Í sjötta lagi er talinn verulegur annmarki á að Landskjörstjórn skyldi ekki skipa sérstaka fulltrúa frambjóðenda til að fylgjast með talningunni.

 

Í frétt RÚV í dag var haft eftir Skapta Harðarsyni, einum kærenda, að hann væri ánægður með niðurstöðuna. „Heppilegast væri náttúrlega að flauta alla þessa vitleysu af og þetta fjáraustur á tímum þegar við höfum nóg annað við peningana að gera. Að öðrum kosti gætu þeir haldið áfram og efnt til annarra kosninga, sem ég held að væri nú bara til að bíta höfuðið af skömminni,“ sagði Skapti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is