Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2011 02:01

Meistaraflokkur kvenna á Snæfellsnesi stofnaður

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu á Snæfellsnesi var stofnaður 17. janúar síðastliðinn á stofnfundi á Hótel Framnesi í Grundarfirði. Á Snæfellsnesi hefur verið mikil uppbygging í kvennaboltanum og var talið að næsta rökrétta svar væri að stofna meistaraflokk. Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi hefur gengið vel en í því starfa íþróttafélögin Víkingur Ólafsvík, Reynir Hellissandi, Snæfell og Ungmennafélag Grundarfjarðar. Í stjórn meistaraflokks kvenna voru kosin Arnar Guðlaugsson, Þórdís Björgvinsdóttir og Lárus Einarsson. Einnig var ráðinn nýr þjálfari, Ómar Freyr Rafnsson.

 

 

 

Stelpurnar æfa tvisvar í viku, til skiptis í Grundarfirði og Snæfellsbæ. Flestar eru frá þeim bæjarfélögum en alls mættu 15 á fyrstu æfinguna og er von á að þeim fjölgi. Stefnan er tekin á VISA bikarinn í sumar en stelpurnar ætla ekki að skrá sig á Íslandsmótið fyrst um sinn. Farið verður rólega af stað og verða leiknir einhverjir æfingaleikir í vor og sumar. Í sumar verður aðaláherslan lögð á annan flokk kvenna en ákveðið hefur verið að fara í samstarf með Skallagrím og fara með sameiginlegt lið á Íslandsmótið. Fyrsti æfingaleikur þeirra er í Akraneshöllinni næstkomandi sunnudag gegn HK/Víkingi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is