Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2011 03:01

Nýr hótelstóri á Hótel Borgarnesi

Nýr hótelstjóri kom nýlega til starfa áí Hótel Borgarnesi. Hann heitir Bjarni Ágúst Sveinsson, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn, en á ættir og uppruna að rekja til Borgarfjarðar eystri og var þar mikið á sínum æskuárum. Bjarni sagði í samtali við Skessuhorn að það væri spennandi og skemmtilegt að vera kominn aftur í Borgarfjörðinn. Þrátt fyrir að vera enn ungur að árum, aðeins 38 ára, hefur Bjarni mikla reynslu af hótel- og veitingarekstri.  „Ég menntaði mig ekki í þennan geira en var ungur ráðinn hótelstjóri á Hótel Hallormsstað. Ég var um tíma hótelstjóri á Valaskjálf á Egilsstöðum, síðan yfirþjónn á Grand Hótel og svo veitingastjóri á Hótel Selfossi. Seinast var ég í Fjöruborðinu á Stokkseyri í tæpt ár þegar mér bauðst að taka við hér.

Ég hef alltaf verið hrifinn að Borgarfirði og sögunni sem hér er við hvert fótmál. Mér finnst Borganes fallegur bær, héraðið fallegt og þetta svæði hér hefur mikla möguleika. Það sem við þurfum að stefna að hérna á Hótel Borgarnesi er að lengja ferðamannatímann og ná upp betri nýtingu yfir árið. Ég horfi til þess að það eru í raun fleiri sem koma að því verkefni, það er samfélagið hér í kring, meðal annars líst mér mjög vel á nágrennið við Landnámssetrið. Allt spilar þetta saman,“ segir Bjarni Ágúst Sveinsson nýr hótelstjóri á Hótel Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is