Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2011 08:01

Rætt um hagræðingu og aukna samvinnu framhaldsskóla á Vesturlandi

Forsvarsmenn framhaldsskólanna á Vesturlandi voru nýlega kallaðir til funda í menntamálaráðuneytinu um málefni skólanna. Björg Ágústsdóttir sem sæti á stjórn Fjölbrautaskóla Snæfellinga var meðal þeirra sem sat fundina. Hún segist túlka efni fundanna þannig að leitað verði eftir frekari hagræðingu í rekstri skólanna og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra, svo sem með aukinni samvinnu. Í framhaldi af þessum fundum hafa forsvarsmenna sveitarfélaga á Vesturlandi verið boðaðir til fundar með ráðuneytisfólki í Borgarnesi næstkomandi fimmtudag.

 

 

 

Fundirnir í ráðuneytinu á dögunum voru annars vegar með skólameisturum og hins vegar með fulltrúum stjórna skólanna. „Ég lít þannig á að boltinn sé hjá okkur. Hvernig við kjósum að haga málum og teljum þeim best fyrir komið. Vissulega voru hugmyndir um sameiginlega yfirstjórn eða sameiningu skóla nefndar á fundinum, en minn skilningur er sá að forsvarsmönnum skólanna hafi ekki verið sett neitt fyrir í þeim efnum, heldur beiðnir um eigin hugmyndir og útfærslur á því hvernig bæta megi rekstur og starfsemi. Hins vegar ef sú staða kæmi upp að leitað yrði eftir sameiningu skólanna er ljóst að andstaða er gegn því hér á Snæfellsnesi,“ segir Björg. Hún segir ljóst að þessar viðræður nú séu vegna erfiðrar stöðu framhaldsskólanna, einkum skólans á Snæfellsnesi og Akranesi, sem báðir séu með talsverðan skuldahalda á eftir sér. Útlitið sé þannig að trúlega sé nemendum ekki að fjölga á næstu árum og því staðan býsna alvarleg.

Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar frá síðustu viku er lagst eindregið gegn hugmyndum um sameiningu framhaldsskóla á Vesturlandi sem gæti veikt sérstöðu Menntaskóla Borgarfjarðar. Hins vegar fagnar byggðarráð hugmyndum um frekara samstarf framhaldsskóla á Vesturlandi ef nýta má það til að auka gæði náms og námsframboð. Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar telur að þessi tímasetning nú um mál framhaldsskólanna á Vesturlandi tengist að einhverju leyti því að um þessar mundir séu lausar allar þrjár stöður skólameistara við framhaldsskólana á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is