Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2011 09:13

Erlendur ferðamaður fannst heill á húfi á Eyjafjallajökli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundu rétt fyrir klukkan sex í morgun þýskan ferðamann sem saknað hafði verið á Eyjafjallajökli frá því í fyrradag. Vélsleðahópur ók fram á hann austan við gígbrún jökulsins. Maðurinn var heill á húfi og ástand hans þokkalegt miðað við aðstæður en hann er e.t.v. eitthvað kalinn á fingrum, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Farið var með manninn af jöklinum og var hópurinn væntanlegur með hann undir læknishendur á Hellu eða Hvolsvelli núna um níuleitið.  Um 150 björgunarsveitamenn af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni en aðeins mjög vant fjalla- og jöklafólk var kallað til. Undanfarar frá Björgunarfélagi Akraness voru að búa sig til leitar í morgun, þegar maðurinn fannst. Aðstæður til leitar voru slæmar í nótt, éljagangur og lítið skyggni auk þess sem jökullinn er mikið sprunginn og hættulegur yfirferðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is