Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2011 09:52

Frumvarp um lækkun húshitunarkostnaðar

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í Norðvesturkjördæmi mun í dag, ásamt fjórtán öðrum þingmönnum úr fjórum flokkum á Alþingi, flytja þingsályktunartillögu um að sett verði á laggirnar nefnd sem móti tillögur um lækkun húshitunarkostnaðar. Einar Kristinn segir í samtali við Skessuhorn að fyrir málinu séu margvísleg rök sem tíunduð eru í greinargerð með frumvarpinu. „Við vitum að húshitunarkostnaður er orðinn mjög íþyngjandi á mörgum landssvæðum. Þetta hefur mjög verið að versna á undanförnum árum og á innan við áratug hefur kostnaðurinn aukist um allt að 72% á föstu verðlagi í dreifbýli. Þetta er auðvitað gjörsamlega óboðlegt og himinhrópandi óréttlæti. Þetta háa húshitunarverð skapar svo mikið ójafnræði í þjóðfélaginu að við getum hreinlega ekki við það unað,“ segir Einar.

 

 

 

Hann segir að stundum hafi þingmönnum gengið þokkalega að ná í fjármagn til þess að lækka húshitunarkostnað en stundum illa. „Nú síðustu árin hafa fjárveitingar farið mjög lækkandi. Núna upp á síðkastið með versnandi lífskjörum er þessi kostnaður bókstaflega farinn að sliga fólk. Það eru til dæmi um fólk sem ræður hreinlega ekki við þennan kostnaðarlið í sínum rekstri en getur svo ekki minnkað við sig húsnæði af ýmsum ástæðum. Fólk er með öðrum orðum komið í algjöran vítahring.“

 

Einar segir lækkun húshitunarkostnaðar vera gríðarlegt réttlætismál og að einnig sé þetta mál sem þingmenn eigi að hefja upp úr dægur- og pólitísku þrasi. „Við eigum að skapa um málið þverpólitíska samstöðu og koma því í einhvern varanlegan farveg svo við þurfum ekki stöðugt að heyja þessa varnarbaráttu um svona sjálfsagt mál. Þess vegna er lagt til að nefndin sem um þessi mál fjalli verði þverpólitísk og verði líka skipuð fulltrúum orkufyrirtækja og sveitarfélaga.“ Einar segir að miðað við hversu góðar viðtökur málið hafi fengið, þegar hann leitaði eftir meðflutningsmönnum með frumvarpinu, sé hann bjartsýnn á að sátt náist um það. „Sú staðreynd að nær fjórðungur þingmanna, fólk úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Vinstri grænum og Samfylkingu sé með um málið, eykur mér bjartsýni að menn fari í þetta verk með ásetningi um að árangur náist.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is