Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2011 09:01

Verð á korni og áburði fer hækkandi

Á liðnum misserum hefur bændum landsins birst ítrekaðar upplýsingar um verðhækkanir á heimsmörkuðum með hráefni til landbúnaðarframleiðslu. Í liðinni viku fór verð á hveiti hærra en það hefur farið frá því í ársbyrjun 2007. Á vef Landssamband kúabænda er haft eftir Eyjólfi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, að verð á hveiti á heimsmarkaði hafi hækkað um rúmlega 100% á einu ári og ólíklegt að breyting verði á fyrr en ný uppskera komi í hús í Evrópu í ágúst nk. Eyjólfur segir ástæðuna aukna eftirspurn sem komi til vegna skorts á korni m.a. vegna þurrka í Rússlandi síðastliðið haust og bæst hafi á vandamálið eftir flóðin í Ástralíu. Samhliða hafa aðrar korntegundir hækkað einnig, svo sem bygg, maís og soyamjöl en þetta er uppistaðan í íslenskri fóðurgerð. Af þessum sökum telur hann líklegt að fóður hækki enn frekar hér á landi á næstu vikum.

Eitthvað af þessum hækkunum eru þó þegar komnar inn í verðið.

Eyjólfur Sigurðsson segir að verð á áburði hafi verið að hækka verulega á erlendum mörkuðum að undanförnu og séu ástæður þess þær sömu og fyrrnefndar ástæður hækkana á korni, enda markaðir fyrir korn og önnur aðföng samtengdir. „Mér sýnist að áburður hafi verið að hækka um 25 - 40% miðað við evru og þá er bara spurning um hvernig gengið verður á íslensku krónunni þegar áburðurinn kemur til landsins. Jafnframt er því miður útlit fyrir miklar hækkanir á sáðvöru, fræi og korni af sömu ástæðum", sagði Eyjólfur.

 

Jafnframt bætir hann við í viðtalinu við naut.is að Fóðurblandan hafi á síðasta ári keypt um eitt þúsund tonn af íslensku korni og vilji gjarnan auka slík kaup. Til þess að svo megi verða þurfi þó að bæta skilyrði til kornviðskipta t.d. með afkastaaukningu þurrkstöðva. Jafnframt segir Eyjólfur að lækka þurfi þurrkkostnaðinn t.d. með því að nýta jarðvarma betur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is