Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2011 03:02

Undirskriftasöfnun farin af stað vegna löggæslumála í Dölum

Nú á föstudaginn fór af stað undirskriftasöfnun á netinu vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum. Upphafsmaður undirskrifta-vefjarins er Sigurður Sigurbjörnsson frá Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dölum. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur lögreglustjórinn í Borgarnesi lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal og í áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra frá apríl 2008 kemur fram að fjölga þurfi lögreglumönnum í umdæmi lögreglustjórans í Borgarnesi í 12 en ekki fækka í 8 eins og nú stendur fyrir dyrum.

 

 

 

 

 

Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur minnt á að hin upphaflegu markmið með sameiningu lögregluembætta í Borgarfirði og Dölum hafi verið að efla lögregluna. En nú virðist sem sameiningin verði til að veikja löggæsluna og stjórn Lögreglufélagsins bendir á að íbúar eigi rétt á lágmarks löggæslu og lengra megi alls ekki ganga í niðurskurði löggæslumála á Vesturlandi.  Frekari niðurskurður muni stofna öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi í hættu. Sveitarstjórn hefur óskað eftir fundi með Innanríkisráðherra og alþingismönnum kjördæmisins vegna fyrirhugaðs niðurskurðar.

 

Hin rafræna undirskriftasöfnun er á netslóðinni www.budardalur.is Þar segir: „Ég undirrituð/undirritaður skora á innanríkisráðherra að koma í veg fyrir að löggæsla í Dalabyggð verði skert til mikilla muna, eins og fyrirhugað er að gera með því að fella niður EINA stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð.  Í ljósi gríðarlegrar aukningar á umferð í gegnum héraðið síðastliðin ár telja undirritaðir að verið sé að stefna öryggi íbúa svæðisins og þeirra sem fara þar um í hættu vegna þessa. Er það skoðun okkar að frekar þurfi að efla löggæslu í Dalabyggð og nærsveitum.“

 

Sjá: www.budardalur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is