Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2011 11:01

Kvennalið Snæfells lagði Fjölni

Snæfellsstúlkur fengu Fjölni í heimsókn í gær í fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni í IE deild kvenna í körfuknattleik. Snæfellingar kynntu til leiks nýjan leikmann, hina 26 ára Laura Audere frá Lettlandi, sem gekk til liðs við þær í liðinni viku. Monique Martin var hins vegar í leyfi og lék því ekki með Snæfelli að þessu sinni.  Snæfellsstúlkur byrjuðu leikinn vel og voru komnar með góða forystu í stöðunni 23-14 þegar fyrsta leikhluta lauk. Mestur varð munurinn í stöðunni 30-17 í öðrum leikhluta en eftir það skiptu Fjölnisstúlkur um gír. Staðan í hálfleik var 36-30. Snæfell náði naumlega að halda forystunni fram á síðustu mínútu. Fjölnir náði að minnka muninn niður í tvö stig og höfðu alls ekki gefist upp þegar staðan var 69-67 í síðasta leikhluta. Síðustu mínúturnar voru hörkuspennandi en leikurinn endaði 76-72 fyrir Snæfelli sem eru eftir leikinn í fyrsta sæti B-riðils með 14 stig.

 

 

 

Berglind Gunnarsdóttir var atkvæðamest í liði Snæfells með 25 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Næst kom nýi leikmaðurinn Laura Audere með 22 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Sara Mjöll Magnúsdóttir skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst, Alda Leif Jónsdóttir var með níu stig og fimm fráköst og Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði þrjú stig og tók níu fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir og Ellen Alfa Högnadóttir skoruðu allar tvö stig. Natasha Harris var langbest í liði Fjölnis, hélt þeim nánast á lofti, setti niður 37 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal sjö boltum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is