Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2011 02:08

Útlánaaukning hjá Bókasafni Akraness

Útlán á bókum og öðrum safngögnum í Bókasafni Akraness jukust um 11,5% milli áranna 2009 og 2010. Að sögn Halldóru Jónsdóttur bæjarbókavarðar voru í fyrra lánuð út 66.047 safngögn. Lánþegum fjölgaði en þeir sem eru með virk skírteini voru 1.802 í árslok, en voru 1.726 í árslok 2009. Íbúar á Akranesi voru um 6.600 1. desember sl. Útlán á íbúa eru um 10 safngögn per íbúa, en voru 8,9 að meðaltali árið áður.  „Útlánaaukning í bókasöfnum er þekkt fyrirbrigði á krepputímum. Þegar atvinnuleysi eykst hefur fólk meiri tíma og minna fé milli handa og notfærir sér því í auknum mæli þjónustu almenningsbókasafna. Bókasöfn eru líka meðal fárra staða þar sem hægt er að nálgast afþreyingu án þess að greiða aðgangseyri. Bókasafn Akraness flutti í ný húsakynni 1. október 2009 og hafa útlán aukist jafnt og þétt síðan. Staðsetning bókasafnsins miðsvæðis í bæjarfélaginu og gott aðgengi á ekki síst sinn þátt í aukningunni auk aðstæðna í þjóðfélaginu,“ segir Halldóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is