Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2011 07:01

Friðlýsing votlendis í Andakíl í Borgarfirði

Síðdegis í dag mun umhverfisráðherra staðfesta friðlýsingu votlendis í Andakíl í Borgarfirði. Borgarbyggð og landeigendur þrettán jarða í nágrenni Hvanneyrar hafa staðfest friðlýsinguna fyrir sitt leyti. Þeir sem að samkomulaginu koma telja að um sé að ræða mikilvægt skref í verndun og endurheimt votlendis hér á landi með tilliti til verndunar fugla og bindingar gróðurhúsalofttegunda en samhliða er svæðið nýtt til búskapar. Svæðið sé meðal annars mikilvægasti viðkomustaður blesgæsar vor og haust á leið hennar til og frá varpstöðvum sínum á Grænlandi. Svæðið hefur því verulegt alþjóðlegt verndargildi enda er samkvæmt heimildum Skessuhorns stefnt að því í framhaldinu að gera það að Ramsarsvæði, þ.e. alþjóðlegu viðurkenndu votlendi fyrir fugla líkt og Grunnafjörður.

 

 

 

 

Heimamenn á Hvanneyri hafa stofnað Votlendissetur og mun Landbúnaðarháskólinn hafa umsjón með svæðinu. Samningur þess efnis verður einnig undirritaður í dag. Þess má einnig geta að stutt er síðan undirritaður var samningur við Alcan á Íslandi um 40 milljóna króna styrk til að endurheimta votlendi hér á landi.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytingu segir að Íslendingar hafi þurrkað upp 80-90% af votlendi á tuttugustu öldinni og sé samanlögð lengd skurða næstum eins og ummál jarðar. „Mikið af framræstu landi er lítið eða ekkert nýtt í dag. Tilraun með endurheimt votlendis á Hesti í Borgarfirði sýnir að hægt er að færa lífríki að miklu leyti í fyrra horf.  Votlendi hefur nýlega komist í sviðsljósið í loftslagsumræðunni vegna þess að menn sjá að losun frá því er veruleg. Ísland setti fram tillögu um að taka tillit til þessarar losunar í loftslagbókhaldi, sem hefur verið samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is