Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2011 09:28

Sigrún Sjöfn í góðum gír í Frakklandi

Íslenska A-landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Borgarnesi heldur áfram að gera garðinn frægan í Frakklandi. Síðastliðinn laugardag mætti lið hennar, OSSG, öflugu liði Franconville í bikarleik á heimavelli en Sigrún tjáði Álfheiði Sverrisdóttur, tíðindamanni Skessuhorns, að þessi leikur væri á svipuðum skala og hörðustu nágrannaslagir á Íslandi. Munurinn á liðunum var fyrir leikinn talinn mikill þar sem OSSG leikur í 2. deildinni í Frakklandi en Franconville er í toppbaráttu í 1. deild. Annað kom þó á daginn. Það vakti athygli að lið OSSG fékk að byrja með 7 stig vegna þess að það er einni deild neðar en Franconville. Því hófst leikurinn 7-0 en það skipti engu máli þegar uppi var staðið. Lið OSSG mætti gríðarlega sterkt til leiks og leikmenn liðsins virtust geta hitt hvar sem var á vellinum.

Gestirnir virkuðu ráðvilltir og hissa og ekkert gekk hjá þeim í fyrsta leikhluta og því hafði OSSG góða forystu þegar leikhlutinn var úti. Þjálfari Franconville var hreint ekki sáttur við sitt lið og lét sínar dömur heyra það eftir fyrsta leikhlutann.

 

Sigrún kom sterk inn af bekknum í öðrum leikhluta og setti tvo fallega þrista. Einnig spilaði hún hörkuvörn ásamt liðsfélögum sínum og því hélt OSSG góðri forystu. Staðan í hálfleik var 52-26 fyrir heimastúlkur.

 

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og Sigrún hélt áfram að spila vel bæði í vörn og sókn. Franconville tókst þó að bæta aðeins leik sinn í fjórða leikhluta en það var einfaldlega of seint, heimastúlkur héldu haus og lokatölur leiksins voru 74-60.

Sigrún lék í u.þ.b. 25 mínútur í leiknum og stóð sig með mikilli prýði. Hún endaði með 14 stig, þar af þrjá þrista í fimm tilraunum, sjö fráköst og þrjár fiskaðar villur, auk þess að spila hörku vörn. Það verður spennandi að sjá hvað þessi frábæra körfuknattleikskona tekur sér fyrir hendur eftir þetta fína tímabil sem hún hefur átt í Frakklandi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is