Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2011 09:54

Sautján sveitarstjórar vilja sátt um sjávarauðlindina

Sautján bæjar- og sveitarstjórar við sjávarsíðuna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.  „Þar með hvetjum við stjórnvöld til að nýta það sáttatækifæri sem felst í niðurstöðu starfshópsins sem grundvallast á aflamarkshlutdeild á forsendum samningaleiðar.“ Samningaleiðin byggir á að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.  Einnig að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma en í staðinn verði gerðir samningar um nýtingu aflahlutdeildar til tiltekins tíma. Loks að greitt verði fyrir nýtingarréttinn þannig að afraksturinn skili sér með beinum hætti til hins opinbera.

 

 

 

 

Í starfshópnum, undir forystu Guðbjartar Hannessonar núverandi velferðarráðherra, áttu sæti 18 fulltrúar allra þingflokka, sveitarfélögin og allir hagsmunahópar í sjávarútvegi; útvegsmenn stærri og minni báta, sjómannasamtökin, fiskverkendur, fiskverkafólk og eigendur sjávarjarða.  Með ríkum vilja náðist breið sátt, þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Með einungis tveimur undantekningum lagði þessi átján manna starfshópur til hina svokölluðu samningaleið.

 

Í áskorun bæjar- og sveitarstjóranna segir: „Í viðbót við þessa liði eru fleiri mikilvægir þættir tíundaðir sem miða að því að verja sérstaklega réttindi minni sjávarbyggða, smærri útgerða og þeirra sem eru að hefja veiðar eða vinnslu.  Þá teljum við það ótvíræðan kost við niðurstöðu nefndarinnar hversu rík áhersla er á að auðlindir þjóðarinnar, bæði orka, fiskur og fleira, lúti sambærilegum ákvæðum um nýtingarétt og afnotagjöld.

Við hvetjum stjórnvöld til þess að víkja til hliðar deilum um sjávarútvegsmál til að skapa ekki frekara óöryggi um grundvallar atvinnugreinar þjóðarinnar en fylgja þeirri sátt sem lagður hefur verið grunnur að. Með því væri stórt skref tekið í átt að aukinni samfélagssátt og leið vörðuð úr úr þeim þrengingum sem við nú búum við.“

 

Bæjar- og sveitarstjórarnir sem skrifa undir koma frá Vestmannaeyjum, Snæfellsbæ, Grindavík, Vesturbyggð, Táknafjarðarhreppi, Akureyri, Grýtubakkahreppi, Seyðisfirði, Hornafirði, Langanesbyggð, Norðurþingi, Fjarðabyggð, Árborg, Bolungarvík, Reykjanesbæ, Garðinum og Fjallabyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is