Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2011 10:01

Ríflega 1300 hafa skrifað sig á lista til að mótmæla breytingum í löggæslumálum

Um 1300 manns hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra á vefnum www.budardalur.is til að freista þess að koma í veg fyrir að löggæsla í Dalabyggð verði skorin niður við trog. Þá er ekki vitað hversu margir hafa skrifað á þá undirskriftalista sem legið hafa víðsvegar um héraðið og nærsveitir. Eins og kunnugt er hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi lagt til að eina stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð verði lagt af í sparnaðarskyni og allri löggæslu í Dölum verði sinnt frá Borgarnesi. Á vefnum segir að í ljósi gríðarlegrar aukningar á umferð í gegnum héraðið síðastliðin ár telja undirritaðir að verið sé að stefna öryggi íbúa svæðisins og þeirra sem fara þar um í hættu vegna þessa. Er það skoðun þeirra að frekar þurfi að efla löggæslu í Dalabyggð og nærsveitum.

Innanríkisráðherra er nú staddur erlendis en samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Sigurbjörnssyni forsvarsmanni síðunnar er stefnt að því að afhenda ráðherra undirskriftalistann í byrjun næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is