Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2011 04:01

Fegurðarsamkeppni Vesturlands er framundan

Síðastliðinn föstudag kom saman hópur stúlkna í sumarbústað í Ölveri við rætur Hafnarfjalls. Þær eiga það sameiginlegt að vera nú að stíga sín fyrstu skref í undirbúningi fyrir Fegurðarsamkeppni Vesturlands 2011. Keppni verður haldin í Bíóhöllinni á Akranesi laugardaginn 26. mars og munu þær sem efstar standa þar taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands á Broadway í lok maí. Að þessu sinni hafa 16 stúlkur af Vesturlandi skráð sig til þátttöku í keppninni.  Fjórtán þeirra voru mættar í Ölveri en tvær voru veðurtepptar á föstudaginn enda þæfingsfærð um kvöldið. Stúlkurnar koma frá fjórum sveitarfélögum. Ellefu eru af Akranesi, þrjár koma úr Hvalfjarðarsveit, ein frá Grundarfirði og ein úr Reykhólasveit.

 

 

 

Sem fyrr er Silja Allansdóttir skipuleggjandi keppninnar, en henni til aðstoðar er Kristjana Jónsdóttir, eða Krissý, sem sér um þjálfun atriða og ýmislegt fleira. Silja Allans er nú að skipuleggja keppnina á Vesturlandi í nítjánda skipti. Hún segist afar bjartsýn á árangurinn nú enda margar glæsilegar stúlkur sem taki þátt. Keppnin var síðast haldin hér á Vesturlandi vorið 2009 með eftirminnilegum árangri, en sigurvegari þá var Valdís Ýr Ólafsdóttir. Fegurðardrottning Íslands það ár kom einnig af Vesturlandi, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir. Hún var einmitt stödd í Ölveri síðasta föstudag til að miðla stúlkunum af reynslu sinni sem fegurðardrottning Íslands.

 

Sjá myndir frá kvöldinu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is