Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2011 10:01

Snæfell hafði betur í toppslagnum

Snæfellingar unnu mikinn karakterssigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga í toppslag IE-deildarinnar í Röstinni í gærkveldi. Íslands- og bikarmeistararnir gerðu góða ferð suður með sjó og náðu að landa sigrinum á ögurstundu, 90:86. Talsverðar sveiflur voru í leiknum og allt leit út fyrir sigur Grindvíkinga þegar þeir félagarnir Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Sigurgeirsson tóku til sinna ráða og skoruðu mikilvægar körfur á lokakaflanum. Ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar draga vagninn í vetur. Snæfell er því enn á toppi deildarinnar með 28 stig en Grindavík er í 2.-4. sæti ásamt Keflavík og KR með 24 stig.

 

 

 

Nýi leikmaðurinn Zeljko Bojovic kom vel inn í Snæfellsliðið og skoraði grimmt í fyrsta leikhlutanum þar sem Snæfell hafði frumkvæðið. Gestirnir voru mun betri í öðrum leikhluta og voru með 15 stiga forskot í leikhléi 53:38. Heimamenn kom mjög ákveðnir til leiks eftir hléið, skoruðu 16 stig í röð og komust yfir 54:53. Það tók Snæfell fimm mínútur að skora stig í seinni hálfleiknum, en engu að síður leiddu þeir ennþá eftir þriðja leikhluta. Grindvíkingar náðu síðan að slíta sig frá í lokahlutanum, náðu góðum hraðaupphlaupum eftir slakar sóknir gestanna og leiddu 82:74 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Ingi Þór tók leikhlé fyrir Snæfell og eitthvað hefur hann sagt við sína menn úr Hólminum sem komu grimmir inn í lokasprettinn, þar sem þeir skoruðu á þessum þremur síðustu mínútum 16 stig gegn fjórum stigum heimamanna. Má því segja að leikurinn hafa snúist algjörlega við frá byrjun seinni hálfleiksins.

 

Þeir Emil Þór Jóhannsson og miðherjinn Ryan Amoroso fylgdust meiddir með af Snæfellsbekknum á meðan Jón Ólafur Jónsson og nýi maðurinn Zeljko Bojovic gerðu 48 af 90 stigum Hólmara. Jón Ólafur skoraði 26 stig og 8 fráköst, Zeljko Bojovic gerði 22 og tók 10 fráköst, Sean Burton 16, hirti 6 fráköst og átti 9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 15 og tók 5 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6 og Sveinn Arnar Davíðsson 5. Skotnýting Grindvíkinga var afar slök í leiknum, en þeir settu aðeins niður 2 af 24 þristum sínum í leiknum. Það bætti úr skák fyrir þá að Ryan Pettinella skoraði 35 stig og tók 20 fráköst.

 

Næsti leikur Snæfells í IE-deildinni verður á sunnudaginn í Hólminum þegar ÍR-ingar koma á heimsókn en þeir lögðu einmitt Grindvíkinga óvænt á dögunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is