Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2011 11:29

Erna Björg er skyndihjálparmaður Akraness 2010

Í morgunkaffið hjá HB Granda í morgun mættu fulltrúar frá Rauða kross deildinni á Akranesi. Tilefnið var að veita verðlaun til skyndihjálparmanns Akraness árið 2010. Að þessu sinni kom hann úr hópi starfsfólks HB Granda. Erna Björg Gylfadóttir þótti bregðast hárrétt við þegar systir hennar Hrefna Björk fékk aðsvif og féll meðvitundarlaus í gólfið, en þær systur starfa saman á skrifstofu HB Granda. Þetta gerðist 14. júní í sumar. Í ljós kem eftir á að Hrefna hafði fengið hjartastopp og það kom sér vel að Erna systir hennar hafði sótt námskeið í skyndihjálp hjá RKÍ á árinu 2009.

Hrefna naut góðrar aðstoðar Halldóru Þórunnar Ástþórsdóttur,  vinnufélaga þeirra á skrifstofunni, sem beitti Ernu hjartahnoði þar til sjúkraflutningsmenn komu á vettvang, en endurlífgunin varaði í 35 mínútur. Þetta var í annað skiptið á fimm árum sem Hrefna fékk hjartaáfall. Eftir þetta atvik í fyrrasumar var græddur bjargráður í hana og byrjaði Hrefna að vinna hjá HB Granda að nýju eftir veikindafrí um miðjan síðasta mánuð. Þess má geta að ítarlegt viðtal við Hrefnu birtist í jólablaði Skessuhorns.

 

Tilnefning skyndihjálparmannsins er gerð í tengslum við 112 daginn sem haldinn er hátíðlegur um allt land í dag. Það voru Sveinn Kristinsson og Gerða Bjarnadóttir sem komu fyrir hönd Rauðakrossdeildarinnar á Akranesi og afhentu viðurkenninguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is