Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2011 08:54

Snæfell heldur stöðu sinni á toppnum

Síðasta vika hefur verið frábær hjá strákunum í Snæfelli. Síðasta fimmtudagskvöld lögðu þeir Grindvíkinga í toppslag deildarinnar syðra og unnu þar mikinn karaktersigur. í gærkvöldi fengu þeir síðan ÍR-inga í heimsókn og unnu mjög sannfærandi sigur á Breiðhyltingunum, 98:84. Snæfell er sem fyrr á toppi IE-deildarinnar, tveim stigum ofar en KR-ingar sem fylgja eins og skugginn. Grindavík og Keflavík koma svo næst eru með fjórum stigum minna en Snæfell.  Snæfell náði snemma í leiknum gegn ÍR afgerandi forystu og hafði 14 stiga forskot í leikhléinu 44:30. Heimamenn bættu við í seinni hálfleiknum komust í 20 stiga mun en héldu svo sjó til leiksloka.

 

 

 

Sveinn Arnar Davíðsson kom gríðarlega sterkur í þennan leik, en Ingi Þór þjálfari hefur sett hann í aukið hlutverk að undanförnu, einkum eftir að Ryan Amaroso meiddist. Sveinn skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Sean Burton gerði 19 tók 5 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Zeljko Bojovic skoraði 15 og tók 7 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerði 9 stig, hirti 4 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Egill Egilsson skoraði 7 stig, Atli Rafn Hreinsson 5, tók 5 fráköst og átti 4 stoðsendingar og Daníel Kazmi skoraði 2 stig.

Næsti leikur Snæfells í IE-deildinni fimmtudagskvöldið 24. febrúar þegar Haukarnir koma í Hólminn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is