Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2011 10:35

Stefnir í atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar næstkomandi miðvikudag í kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna Elkem Ísland og Klafa á Grundartanga. Árangurslaus fundur var í kjaradeilunni sl. fimmtudag, þar sem flestum kröfum samninganefndar VLFA var hafnað, að því er fram kemur á vef félagsins. Samtök atvinnulífsins hafa gefið það út að ekki verði samið um neitt umfram það sem samið verður um í anda samræmdrar launastefnu við forystu ASÍ. SA hefur lagt ríka áherslu á að samið verði til þriggja ára í komandi samningum. Stjórn VLFA hefur hins vegar lagt áherslu á að þau fyrirtækis sem flokkist sem útflutningsfyrirtæki og hafi hagnast vegna gengisfalls krónunnar, hækki laun meira en önnur. 

„Á grundvelli þessa viðhorfs hjá Samtökum atvinnulífsins er mjög líklegt að bókaður verði árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn kemur og ef svo verður er fátt sem getur komið í veg fyrir að kosið verði um vinnustöðvun í Elkem og Klafa.  Til að hægt verði að koma í veg fyrir vinnustöðvun þarf að verða alger viðhorfsbreyting hjá SA,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is