Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2011 10:29

Fækkun stöðugilda blasir við í rekstri HVE

Talsverður niðurskurður fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) blasir við á þessu ári, samkvæmt ákvörðun velferðarráðuneytisins. Í fyrstu drögum að fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í haust nam niðurskurðarupphæð HVE ríflega 112 milljónum króna en við endurskoðun og afgreiðslu fjárlaga var gerð krafa um 53 milljóna króna viðbótarniðurskurð auk þess sem rúmlega 50 milljónum verður bætt í niðurskurð árið 2012. Samtals er þetta á annan tug prósenta niðurskurður og um leið þriðja árið í röð sem stofnuninni er gert að draga saman. Því má við þetta bæta að HVE var eina heilbrigðisstofnunin á landinu sem þurfti að taka á sig aukinn niðurskurð við endurskoðun fjárlaga Alþingis. 

 

 

 

 

Guðjón Brjánsson forstjóri HVE segir í samtali við Skessuhorn að samkvæmt markmiðum ráðuneytisins sé stefnt að því að verja heilsugæsluna og jafnvel bæta i þann þátt ef mögulegt er.  „Niðurskurður lendir því fyrst og fremst á sjúkra- og hjúkrunarsviði stofnana HVE og munar þar mest um niðurskurð á Akranesi þar sem starfsemin er umfangsmest þar.  Markmið ráðuneytisins eru meðal annars þau að bráðahlutverki Akraness verður viðhaldið. Þá verður hjúkrunar- og sjúkrarýmum fækkað og vaktþjónusta endurskoðuð. Eins og fyrr segir verður leitast við að efla heilsugæsluþáttinn og heimaþjónusta styrkt eftir föngum og sjúkraflutningar efldir. Loks verður sálfélagsleg þjónusta efld, einkum gagnvart börnum og unglingum,“ segir Guðjón. „Við leitum sparnaðar á öllum starfsstöðvum HVE. Rauði þráðurinn hefur verið að reyna að forðast uppsagnir. Fram til þessa hefur það tekist að miklu leyti en óhjákvæmilegt er að störfum mun fækka á þessu ári.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is