Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2011 01:13

Fræðslunefnd leggur til sameiningu leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit

Á fundi fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar sl. mánudag var ræddur möguleika á sameiningu leikskólans Skýjaborgar og Heiðarskóla. „Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til og beinir því til sveitarstjórnar að sameina leik- og grunnskóla sveitarfélagsins í eina skólastofnun frá og með 1. ágúst 2011,“ segir í tillögu nefndarinnar sem hún samþykkti samhljóða. Nefndin leggur til að við breytinguna verði lagðar niður stöður stjórnenda og aðstoðarstjórnenda leik- og grunnskóla og auglýst eftir einum skólastjóra er síðan ráði til sín undirstjórnendur.

Að auki leggur nefndin til að settur verði á fót samráðshópur með fulltrúum foreldra beggja skóla, fulltrúum stjórnenda beggja skóla, fulltrúum starfsmanna beggja skóla og tveimur fulltrúum fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn verði undir stjórn utanaðkomandi aðila sem ráðinn verði til ráðgjafar á meðan á sameiningarferlinu stendur.

 

Þá segir fræðslunefnd að hlutverk samráðshópsins verði meðal annars að fjalla faglega um þau álitamál sem upp kunna að koma og varða sameininguna. Eftir ráðningu nýs skólastjóra mun nýr samráðshópur verða stofnaður undir hans forystu. Sá hópur mun verða skipaður fulltrúum foreldra og kennara beggja skóla auk fulltrúa fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn mun vinna að því að setja upp nýtt skipurit fyrir skólann og móta stefnu og starf sameinaðrar stofnunnar. Fulltrúar hópanna bera ábyrgð á að koma til samráðshópsins málum frá sínum hagsmunahópi og er einnig gert að kynna niðurstöður hvers fundar í sínum hagsmunahópi.

 

Segir marga kosti þessu fylgjandi

Í greinargerð með tillögunni segir að miklar breytingar séu framundan á skólastarfi í Hvalfjarðarsveit með tilkomu nýs og glæsilegs skólahúsnæðis sem skapar ný og spennandi tækifæri. „Til að nýta þá möguleika til fulls sem opnast með nýrri byggingu er það skoðun fræðslu- og skólanefndar að farsælast sé að sameina kennslu allra barna á leik- og grunnskólastigi undir eina stjórn. En í dag rekur sveitarfélagið tvær litlar skólaeiningar. Nánara samstarf og markvissari stjórnun allra þeirra er að kennslu koma, er líkleg til að skila sterkari faglegri einingu og nýta um leið það fé sem lagt er í skólann á skilvirkari hátt. Ekki er gert ráð fyrir beinum sparnaði við sameiningu skólanna þar sem ekki er gert ráð fyrir því að draga úr framlögum til skólamála. Fjölmörg sveitarfélög hafa góða reynslu af sameiningu skólastofnanna og náð fram með því kostum sem fólk telur að ekki sé hægt að ná með öðrum hætti. Kannanir hafa sýnt að hægt er að gera betur í skólastarfi í sveitarfélaginu og er tímabært að svara því kalli.“

Loks telur fræðslunefnd upp kosti sameiningar, svo sem: Meiri samfella og sveigjanleiki milli skólastiga, skilvirkari stjórnun, betri nýting á mannauði, sérfræðiþjónustu, efling faglegs samstarfs starfsfólks, öflugri sí- og endurmenntun, betri nýting fjármuna í skólastarfi, hagræðing í rekstri með sameiginlegum innkaupum, einföldun í rekstri í litlu samfélagi auk margra tækifæra til nýbreytni og þróunarvinnu óháð aldri nemenda. Þá gerir fræðslunefnd ráð fyrir að skólastarf beggja skóla haldist óbreytt til loka yfirstandandi skólaárs.

 

Fræðslu- og skólanefnd vísar jafnframt tillögunni til skólaráðs Heiðarskóla og foreldrafélaga beggja skólanna.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is