Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2011 01:01

Enduropnar Mömmueldhús á Akranesi í dag

Mömmueldhús - Bistro opnar í dag að Kirkjubraut 8 á Akranesi. Kaffihúsið Veröldin okkar – mömmueldhús opnaði á sama stað 12. október síðastliðinn en hefur nú verið lokað. Talið er að á þessum rúmu þremur mánuðum hafi tapast um þrjár milljónir króna á rekstri Mömmueldhúss, en Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss, var í forsvari fyrir það. Hugmyndin var að bjóða konum af erlendum uppruna, búsettum á Akranesi, tækifæri á vinnumarkaði. Vandamálið var hins vegar að of margt starfsfólk vann á staðnum og þess vegna töpuðust þessir fjármunir. Gabriela Sadowska er ein af þeim erlendu konum sem starfað hafa í Mömmueldhúsi frá byrjun en hún hefur nú tekið við rekstrinum. Gabriela segir Mömmueldhús - Bistro verða rekið með töluvert ólíku sniði en áður. 

Öðruvísi matur

Mömmueldhús Bistro opnar með lokuðum viðburði í dag, en verður opnað almenningi á morgun, laugardag. Staðurinn verður opinn milli kl. 10 og 22 alla virka daga, frá 12-22 á laugardögum og 12-16 á sunnudögum. Boðið verður upp á hádegishlaðborð, kvöldmat, kökur, kaffi, bjór og vín. “Amal ætlaði að loka staðnum,” sagði Gabriela í samtali við Skessuhorn. “Hún hefur mikið á sinni könnu, er með starf í Reykjavík, og gat því ekki verið á Akranesi og sinnt þessu verkefni á hverjum degi. Ég hef unnið í Mömmueldhúsi frá opnun og nú fæ ég loksins tækifæri til að setja minn svip á staðinn. Ég vildi heldur ekki að sú vinna sem ég hef lagt í staðinn myndi glatast.”

 

Gabriela hefur reynslu af störfum í eldhúsi en hún starfaði sem matráður í heimalandi sínu, Póllandi, og þá hefur hún unnið í eldhúsinu á Hótel Hamri við Borgarnes. Hún segist hafa lært margt varðandi íslenska matargerð á Hamri.

 

“Helsta breytingin er matargerðin, ég mun bjóða upp á öðruvísi mat en verið hefur í Mömmueldhúsi. Þá verður hægt að leigja salinn fyrir viðburði og stærri hópa, til dæmis undir fermingarveislur. Þá verðum við með karaoke kvöld á fyrsta föstudagskvöldi hvers mánaðar.” Gabriela vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til allra sem stutt hafa við bakið á henni og segist ætla að bjóða upp á góðan mat á hóflegu verði í Mömmueldhúsi.

 

Á myndinni er Gabriela ásamt Pauline McCarthy sem stjórna mun karókí á staðnum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is