Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2011 02:45

Samstöðufundur félagsmanna í VLFA

Mikil samstaða ríkti í röðum félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem fjölmenntu á opinn fund um stöðu kjaramála í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. Viljálmur Birgisson formaður félagsins rakti á fundinum stöðu kjaramála sem félagið er aðili að og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. Í máli hans kom fram að í komandi kjaraviðræðum væri fullur skilningur hjá félaginu um á að fara mildari höndum um þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum nú sökum efnahagshrunsins. Nefndi Vilhjálmur byggingaiðnaðinn og Sementsverksmiðjuna sem dæmi. Þó lagði hann áherslu á að starfsmenn þessara fyrirtækja þyrftu þó að fá einhverjar launabætur eins og aðrir í komandi samningagerð.

„Kjör starfsmanna í þessum atvinnugreinum verður svo að bæta til muna síðar þegar betur árar í viðkomandi greinum,“ sagði Vilhjálmur. Hafandi sagt þetta tók hann skýrt fram kröfuna um að þær atvinnugreinar sem tengdar eru útflutningi skili til starfsmanna sinna þeim ávinningi sem þær hafa fengið vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stórhækkaðs afurðaverðs. „Það verður lágmarkskrafa að þeirri kaupmáttarrýrnun sem starfsmenn í útflutningsfyrirtækjum hafa orðið fyrir, verði skilað til þeirra,“ sagði hann.

 

Fundurinn fordæmdi vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og forystu ASÍ við samræmda launastefnu. „Stefnu sem byggist á því að lítið sem ekkert tillit á að taka til sterkrar stöðu útflutningsgreina.“ Nefndi Vilhjálmur til dæmis þau fyrirtæki sem eiga síldarbræðslur hér á landi og skiluðu flestar milljörðum í hagnað á starfsárinu 2009. Vilhjálmur rakti einnig hvernig afurðaverð á mjöli og lýsi hefur stórhækkað og einnig verð á kísiljárni og áli. Sagði hann að hátt í 70% félagsmanna í VLFA væru starfandi hjá útflutningsfyrirtækjum. „Á þeirri forsendu er nöturlegt að verða vitni að því að Alþýðusamband Íslands skuli taka höndum saman með Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir það að þessar útflutningsgreinar þurfi að hækka laun umfram það sem gerist hjá atvinnugreinum sem eiga í gríðarlegum erfiðleikum.“

 

Fundarmenn samþykktu með dynjandi lófaklappi tillögu sem lýsti yfir fullum stuðningi við forystu Verkalýðsfélags Akraness í þeirri baráttu sem nú er gangi.

  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is