Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2011 08:01

Northern Wave kvikmyndahátíðin í Grundarfirði er framundan

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fjórða sinn í Grundarfirði helgina 4. til 6. mars næstkomandi. Að sögn Daggar Mósesdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar bárust rúmlega150 stuttmyndir hátíðinni í ár en 54 stuttmyndir voru valda til sýningar og 15 íslensk tónlistarverðlaun eru tilnefnd til verðlauna. Fulltrúar Gogoyoko sáu um tilnefningarnar og taka þátt í verðlaununum í ár með 100 evra inneign á gogoyoko.com. Í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina en aldrei hafa fleiri íslenskar myndir keppt til verðlauna, alls 14 myndir.

 

 

 

 

Valdar myndir úr safni Matthew Barney verða sýndar á hátíðinni í Sögumiðstöð Grundarfjarðar og hinn umdeildi leikstjóri Romain Gavras verður viðstaddur hátíðina og sýnir brot úr nýjustu mynd sinni Notre Jour Viendra sem skartar Vincent Cassel (Black Swan) í aðalhlutverki. Romain er sonur gríska óskarsverðlauna-leikstjórans Costa Gavras og hafa tónlistarmyndbönd hans hlotið verðskuldaða athygli en myndband hans við lag M.I.A. , Born free vakti töluvert umtal og er bannað í Bandaríkjunum.

 

Hátíðin býður gestum sínum upp á tónleika með Prins Póló og þremur nýjum hljómsveitum PLX, Hollow Veins og No Class. Auk þess verður boðið upp á dansleik með stórsveitinni Orphic Oxtra þar sem eflaust verður stiginn hópdans af balkönskum sið. Fiskisúpukeppni Grundfirðinga sló í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári en keppnin verður að sjálfsögðu haldin aftur í ár en dómari keppninar er Hrefna Rósa Sætran landliðskokkur.

 

Dögg segir að aðstandendur hátíðarinnar eigi von á að aðsóknarmet verði slegið í ár en lítið er orðið eftir af gistirými í bænum. Fyrsti gestirnir eru nú þegar mættir en hópar háhyrningum hafa nú sést daglega í firðinum sem virðist vera fullur af síld.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á www.northernwavefestival.com

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is