Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2011 05:29

Góður árangur Skagakrakka í kata

Síðastliðinn sunnudag var haldið í Reykjavík Íslandsmeistaramót bæði unglinga og barna í kata. Á barnamótinu átti Karatefélag Akraness mjög góðu gengi að fagna. Í hópkata barna 8 ára og yngri urðu Kristrún Bára Guðjónsdóttir, Eiríkur Snjólfsson og Sigríður Tinna Bjarnadóttir Íslandsmeistarar. Einnig varð Kristrún í þriðja sæti í einstaklingskata í sínum aldursflokki. Í hópkata í flokki 10-11 ára urðu Bergdís Fanney Einarsdóttir, Bjartur Finnbogason og Sylvía Lyn Trahan Íslandsmeistarar. Sylvía varð síðan  Íslandsmeistari í flokki 9 ára barna í einstaklingskata. Með þessum frábæra árangri náði Karatefélag Akraness að verða Íslandsmeistari félaga í barnaflokki sem er í fyrsta skipti sem það gerist frá stofnun félagsins.

 

 

 

Flest þessara barna eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisvellinum og segir þessi árangur til um að framtíðin er björt hjá Karatefélagi Akraness. Á unglingamótinu varð Elsa María Guðlaugsdóttir í þriðja sæti í flokki stúlkna fæddar 1994-1995 og í flokki pilta fæddir 1994-1995 varð Pálmi Reynisson einnig í þriðja sæti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is