Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2011 08:30

Sönghelgi Dalamanna á Laugum

Áhugafólk um söng í Dalasýslu tók sig til síðasta vetur og hélt sameiginlega sönghelgi. Að sögn Herdísar Ernu Gunnarsdóttur formanns menningarnefndar var þátttaka allgóð og nú verður haldið áfram á sömu braut með því að halda tvær sönghelgar. Fyrri sönghelgin verður einmitt núna um næstu helgi á Laugum í Sælingsdal og seinni helgin er síðan áætluð  18.-19. mars.

Sönghelgin byrjar rétt fyrir kvöldmat á föstudagskvöld og stendur síðan laugardaginn. „Markmiðið með sönghelginni er að sameinast í söng og hafa gaman saman. Ráðgert er að sönghópurinn komi svo fram á Jörvagleðinni hér í Dalabyggð á tónlistardegi 17. apríl.

 

 

 

 

Að þessu sinni munu Bjartur Logi Guðnason organisti Bessastaðasóknar og Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona koma til með að leiðbeina þátttakendum og sjá um undirleik,“ segir Herdís. Hún hvetur alla áhugasama að koma og taka þátt, þó svo að þeir sjái sér ekki  fært að mæta oftar en í þá helgi sem í vændum er. Það eru Herdís og Íris sem taka við skráningum, en öllum kostnaði við sönghelgina er haldið í lágmarki, að sögn Herdísar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is