Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2011 07:02

Djasstónleikar til styrktar brasilískrar konu sem vísað var úr landi

Haldnir verða djasstónleikar í Mömmueldhúsi Bistro á Akranesi næstkomandi laugardag til styrktar Jussanam Dejah De Silva, brasilískrar konu sem hefur verið rekin úr landi í kjölfar skilnaðar við íslenskan eiginmann sinn. Pauline McCarthy mun einnig syngja á tónleikunum og Agnar Már Magnússon spilar á píanó. Vinnumálastofnun hefur hafnað því að framlengja vinnuleyfi Jussanam í kjölfar skilnaðar hennar við íslenskan eiginmann sinn síðastliðið vor. Hún hefur í tvö ár unnið á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og býr hér á landi ásamt 18 ára gamalli dóttur sinnar.

Pauline var einnig gift íslenskum manni en þegar þau skildu fékk hún að halda atvinnuleyfinu vegna þess að hún kemur frá Bretlandi, landi innan EES samningsins.

Pauline furðar sig á því að Jussanam fái ekki að búa áfram í landinu sem hún elskar og vildi þess vegna leggja sitt að mörkum til að styrkja hana. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnvöld vegna þessa máls en hann bloggaði um Jussanam á bloggsíðu sinni. Þar skorar hann á þingmenn að taka höndum saman og hjálpa þessari ágætu konu við að láta draum sinn rætast.

 

Tónleikarnir verða sem áður segir í Mömmueldhúsi Bistro á laugardaginn kl. 20 en aðgangseyrir er kr. 1.000.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is