Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2011 10:03

Yfirburðarsigur Snæfells á Haukum

Snæfell vann yfirburðarsigur á Haukum þegar Hafnfirðingar komu í heimsókn í IE-deildinni í gærkveldi. Heimamenn mættu nú með allt sitt sterkasta lið þar sem Ryan Amaroso og Emil Þór Jóhannsson voru komnir inn í liðið aftur eftir að hafa verið meiddir í nokkurn tíma. Segja má að Snæfellingar hafi tekið gestina í kennslustund en lokatölur voru 119:77. Snæfell er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar en nýkrýndir bikarmeistarar KR elta sem skugginn.

 

 

 

 

 

Snæfell náði strax góðri forystu og var með 56:32 í hálfleik. Emil Barja leikmaður Hauka reyndi að halda sínum mönnum við efnið en þeir voru sprækari í upphafi þriðja hluta og virtust ætla að láta til sín taka. Snæfellingar voru ekki á því að gefa eftir, komu til baka og náðu í 30 stiga mun 79:49 þar sem Sean Burton og Egill Egils settu fallega þrista, en sá fyrrnefndi var að stýra leik sinna manna gríðarlega vel. Snæfell leiddi 83:55 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn róaðist hægt og rólega eftir því sem leið á fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni og bættu heldur betur í. Hólmarar kláruðu leikinn auðveldlega 119:77 eins og fyrr sagði.

Hjá Snæfell var Sean Burton atkvæðamestur með 29 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Ryan Amoroso gerði 21 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson var með tölurnar 20/4 frák/5 stoðs., Jón Ólafur Jónsson 14 stig og 4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9, Atli Rafn Hreinsson 6 stig og 3 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 6 stig og 9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 5/12 frák/7 stoðs, Egill Egilsson 5 og þeir  Hlynur Hreinsson og Daníel Kazmi 2 stig hvor. Næsti leikur Snæfells verður í Garðabænum gegn Stjörnunni föstudaginn 4. mars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is