Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2011 02:18

„Brjótum múra“ ársverkefni um fjölmenningarsamfélag

Í dag, föstudag, hófst á Akranesi verkefni sem standa mun næsta árið og er um fjölmenningarsamfélög. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Brjótum múra“ og er haldið í samstarfi Rauðakrossdeildarinnar á Akranesi, Akraneskaupstaðar, velferðarráðuneytisins og Evrópusambandsins, en styrkur hlaust til þess úr progressáætlun ESB. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum Akraneskaupstaðar og þeirra sem um innflytjendamál fjalla í bænum.

 

 

 

 

Anna Lára Steindal starfsmaður Rauðakrossins á Akranesi kynnti verkefnið þeim sem mættir voru á fyrstu námskeiðin í sal Mömmueldhúss í dag. Anna Lára sagði að markmið verkefnisins væri að efla samvinnu og skapa ákveðin ramma um innflytjendamálin sem að gagni kæmu í fjölmenningarsamfélaginu. Búa til tæki sem nýttist í því að koma í framkvæmd þeim stefnum í innflytjendamálum sem ríki, sveitarfélög, ESB og fleiri hafa gert á síðustu árum, án þess að tæknilega lægi fyrir hvernig þeim yrði komið í framkvæmd.

Anna Lára sagði að stutt væri síðan að fjölmenningarsamfélag myndaðist á Íslandi, eins og til dæmis á Akranesi þar sem það er hlutfallslega stórt. Okkur væri gjarnt að tala um að innflytjendur þyrftu að læra inn á okkar samfélag, án þess að við þeir innfæddu legðu okkur fram um að læra á fjölmenningarsamfélagið. Með þetta í huga væri m.a. efnt til þessa verkefnis „brjótum múra.“

Það var Amal Tamini sem leiðbeindi á fyrsta námskeiðinu í verkefninu og síðan var komið að Guðrúnu Völu Elísdóttir frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem sér m.a. fyrir leiðbeinendum í verkefninu. Á þessu fyrsta námskeiði í dag voru m.a. mættir kennarar skólanna, en nokkurt brottfall var hjá þeim sem boðaðir voru, kennt þar um miklu annríki á föstudegi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is