Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2011 03:21

Forsetinn færir páfa styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur

Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn frá Snæfellsnesi hefur staðið straum af kostnaði við endurgerð styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem er talin víðförlasta kona heims er var uppi á hennar tímum í kringum árið 1000. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun færa Benedikt XIV páfa styttuna en hann sækir Páfagarð heim í næstu viku. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og Snorra Þorfinnssyni, syni hennar. Styttan, sem ber nafnið “Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku,” var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York 1938.

 

 

 

 

 

Guðríður fæddist á Laugarbrekku á Snæfellsnesi en fluttist ung að aldri til Grænlands. Hún fór ásamt þriðja eiginmanni sínum í 160 manna leiðangur til Vínlands. Þau könnuðu landið en á meðan dvölinni stóð fæddi Guðríður soninn Snorra. Guðríður er jafnframt fyrsta kristna konan sem vitað er um að hafi fætt barn í Ameríku. Þaðan fór hún aftur til Grænlands, síðan til Noregs áður en hún settist að á Íslandi. Þegar Guðríður var orðin ekkja fór hún í suðurgöngu til Rómar.

 

Árið 1999 kom saman hópur fólks fyrir tilstuðlan Skúla Alexanderssonar fyrrverandi þingmanns, til að kanna á hvaða hátt mætti minnast Guðríðar Þorbjarnardóttur í tengslum við Landafundaárið 2000. Í stjórn Guðríðar- og Laugarbrekkuhópsins eru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri.

Ákveðið var að vinna að því að setja upp afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar í nánd við fæðingarstað hennar, Laugarbrekku á Hellnum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði svo styttuna þann 25. júní árið 2000, en hann hefur verið mikill áhugamaður þess að Guðríðar sé minnst sem þess mikla landkönnuðar sem hún sannarlega var. Fyrir tilstuðlan forseta Íslands féllst Vatíkanið á að þiggja að gjöf afsteypu af styttu Ásmundar, sem á að tákna Guðríði. Í því felst mikil viðurkenning, bæði á ferðalögum hennar og eins á því að hún hafi verið fyrsta kristna konan til að fæða barn í Vesturheimi. “Stjórn Guðríðar- og Laugarbrekkuhópsins stendur að gjöf styttunnar til Vatíkansins og annast allan kostnað við flutning hennar, en forsetinn sér um að afhenda hana fyrir hönd íbúa bæjarfélagsins sem Guðríður fæddist í. Okkur er það sönn ánægja að minning þessarar merku konur sé virt og metin með þessum hætti,” segja forsvarsmenn hópsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is