Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2011 10:30

Enn óvissa í löggæslumálum í Dalabyggð

“Lögreglustöðinni í Búðardal hefur ekki verið lokað, hún var opin í gær og verður opin á morgun,” sagði Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi í samtali við blaðamann í gær. Ýmsir höfðu þá haft samband við Skessuhorn og bent á að varðstöðinni í Dalabyggð hefði verið lokað frá og með deginum í gær og Jóhannes B. Björgvinsson verið sendur í veikindaleyfi af hálfu sýslumanns. “Ég býst við að þetta sé komið frá honum sjálfum og hann má orða þetta eins og hann vill. Sjálfur ætla ég ekki ræða veikindamál starfsmanna minna. Við erum með héraðslögreglumenn vítt og breytt um héraðið, þar á meðal tvo í Búðardal, sem hafa hingað til sinnt afleysingum á lögreglustöðinni vandræðalaust. Þá eru þeir á bakvakt komi eitthvað upp.”

 

 

 

 

Eins og kunnugt er orðið komu nýlega upp frá embættinu þær niðurskurðartillögur sem fela í sér að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður ásamt lögreglustöð og lögreglubifreið sem verið hefur á staðnum. Í kjölfarið skrifuðu ríflega 1300 manns sig á undirskriftalista sem var afhendur Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í lok janúarmánaðar þar sem hann var beðinn um að hlífa þessu eina stöðugildi lögreglumanns í héraðinu.

Aðspurður um stöðu löggæslumála í Dalabyggð svarar Stefán: “Það er verið að vinna í þessum málum og enn er ekki komin niðurstaða í þau.” 

Ekki náðist í Jóhannes B. Björgvinsson lögreglumann í Búðardal við vinnslu þessarar fréttar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is