Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2011 10:03

Fáir netabátar eftir í Snæfellsbæ

Strákarnir á Magnúsi SH voru glaðir í bragði þegar þeir lögðust að Rifsbryggju á sunnudag en þeir voru að koma úr netaróðri. Afli dagsins voru tíu tonn af blönduðum afla og sagði Sigurður Kristjónsson skipstjóri að þetta væri góður dagsskammtur.

“Veiðin er búin að vera aðeins lakari núna síðustu daga í brælunni en við vorum með trossurnar fyrir sunnan jökul í síðustu viku og þar var mun betri veiði. Við tókum þær upp og lögðum hérna í Breiðafirðinum vegna óhagstæðra átta, suðvestan drulla þannig að hér er meira skjól og svo þegar það brimar svona þá heldur fiskurinn sig meira upp í sjó. Nú er loðna komin út um allt þannig að fiskurinn er meira á ferðinni,” sagði Sigurður.

 

 

 

 

Magnús SH er einn af fáum bátum í Snæfellsbæ sem gerir út á net, en áður fyrr var hver einasti bátur á netum og má segja að markaðir með fersk flök í flugi hafi breytt útgerðarmynstrinu mikið hjá útgerðum landsins. Þorskur veiddur í net er nánast eingöngu verkaður í saltfisk nú orðið, en línu- og dragnótafiskur er meira unninn til útflutnings, fer ferskur með flugi beint á markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is