Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2011 04:01

SpKef sameinaður Landsbankanum

Fjármálaeftirlitið ákvað á fundi sínum í dag að Landsbankinn taki yfir rekstur, eignir og skuldbindingar Spkef sparisjóðs með þeim hætti að Spkef sparisjóður verður sameinaður NBI hf. Samningur um yfirtökuna og samrunann var undirrituður í dag milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands og tekur samruninn gildi næsta mánudag. Öll útibú Spkef munu opna næsta mánudagsmorgun, en starfsmenn mæta allir á fund klukkan 8:00. Er ákvörðun FME tekin á grundvelli heimildar í VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum um fjármálafyrirtæki. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að með þessari ráðstöfun sé tryggt að útgjöld ríkissjóðs vegna Spkef takmarkist við það sem á vanti að heildareignir sparisjóðsins svari til innistæðna.

Ríkissjóður mun ekki leggja sjóðnum til nýtt eigið fé, en nýtt eigið fé hefði þurft að nema 8,2 millijörðum króna skv. mati Spkef. Spkef hefur rekur 16 útibú um landið, m.a. að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík og á Króksfjarðarnesi. Ljóst er að áhrif samrunans verða hvað mest á einstökum stöðum í Ólafsvík. Þar er Landsbankinn fyrir eini samkeppnisaðili sparisjóðsins. Það skal þó tekið fram að Landsbankinn hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð einstakra útibúa Spkef né um starfsmannamál, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 

 

Landsbankinn hefur upplýst fjármálaráðuneytið um að hann hyggst hafa náið samráð við starfsmenn og heimaaðila á starfssvæði sparisjóðsins vegna þeirra breytinga sem nú verða. Hefur verið lögð á það áhersla af hálfu fjármálaráðherra að tekið verði ríkt tillit til atvinnu- og þjónustuhagsmuna á starfssvæði sparisjóðsins á Suðurnesjum og á norðvestanverðu landinu,“ segir í tilkynningunni.

 

Samruni SpKef og Landsbankans er niðurstaðan eftir átök um málið innan ríkisstjórnarinnar. Nokkuð er síðan ríkið yfirtók rekstur SpKef en hann hafði þá ekki staðist lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja um langt skeið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað fyrir því að „sparisjóðakeðjan“ yrði varin og endurreist og sagt að endurfjármögnun SpKef væri kjölfestan í þeirri stefnumörkun.  Gert hafði verið ráð fyrir að ríkið greiddi um 14 milljarða króna inn í hinn endurreista sparisjóð til að mæta skuldbindingum vegna innlána og til að uppfylla kröfur um lögbundið eiginfjárhlutfall. Þessi áform hafa mætt andstöðu í hinum stjórnarflokknum, einkum hjá Árna Páli Árnasyni, efnhags- og viðskiptaráðherra. Hann telur skorta að sýnt hafi verið fram á rekstrarlegar forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi sparisjóðsins og því sé þessi fjárskuldbinding óábyrg að svo komnu máli. Niðurstaða stjórnarflokkanna nú er því að láta rekstur SpKef renna inn í Landsbanka Íslands.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is