Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2011 07:01

Aðalheiður Rósa varð tvöfaldur meistari í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna var haldið sl. laugardag í íþróttahúsi Seljaskóla.  Góð þátttaka var á mótinu og sendu fimm félög keppendur til leiks.  Nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í öllum flokkum en besta afrek mótsins vann Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá Akranesi sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kata.  Hún vann einstaklingsflokkinn eftir góða baráttu við Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki. Dagný Björk Egilsdóttir ÍA varð í þriðja sæti. Aðalheiður vann svo einnig hópkata með félögum sínum Dagnýju Björk og Valgerði Elsu Jóhannsdóttur.  Í karlaflokki varð Magnús Kr. Eyjólfsson, Breiðabliki Íslandsmeistari eftir viðureign við Kristján Helga Carrasco, Víkingi. 

Í hópkata karla unnu strákar frá Breiðabliki þeir Birkir, Davíð og Heiðar en þess má geta að þeir eru yngstu einstaklingarnir til að vinna hópkata á fullorðinsmóti enda rétt 16 og 17 ára.  Þegar heildarstigin voru reiknuð saman þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari félaga og er því Íslandsmeistari félaga í kata karla með 17 stig, en lið Akraness hafnaði í öðru sæti með 10 stig.

 

Á myndinni eru sigurvegarar í einstaklingsflokkum, Magnús Kr. Eyjólfsson Breiðabliki og Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá ÍA. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is