Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2011 07:01

Aðalheiður Rósa varð tvöfaldur meistari í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna var haldið sl. laugardag í íþróttahúsi Seljaskóla.  Góð þátttaka var á mótinu og sendu fimm félög keppendur til leiks.  Nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í öllum flokkum en besta afrek mótsins vann Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá Akranesi sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kata.  Hún vann einstaklingsflokkinn eftir góða baráttu við Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki. Dagný Björk Egilsdóttir ÍA varð í þriðja sæti. Aðalheiður vann svo einnig hópkata með félögum sínum Dagnýju Björk og Valgerði Elsu Jóhannsdóttur.  Í karlaflokki varð Magnús Kr. Eyjólfsson, Breiðabliki Íslandsmeistari eftir viðureign við Kristján Helga Carrasco, Víkingi. 

Í hópkata karla unnu strákar frá Breiðabliki þeir Birkir, Davíð og Heiðar en þess má geta að þeir eru yngstu einstaklingarnir til að vinna hópkata á fullorðinsmóti enda rétt 16 og 17 ára.  Þegar heildarstigin voru reiknuð saman þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari félaga og er því Íslandsmeistari félaga í kata karla með 17 stig, en lið Akraness hafnaði í öðru sæti með 10 stig.

 

Á myndinni eru sigurvegarar í einstaklingsflokkum, Magnús Kr. Eyjólfsson Breiðabliki og Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá ÍA. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is