Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2011 06:44

Fordæmir laun bankastjóra og hækkun launa dómara

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í nýrri bloggfærslu á heimasíðu VLFA að íslensk alþýða verði að rísa upp og stöðva þá græðgisvæðingu sem nú sé í gangi. Hann vísar þar sérstaklega til upplýsinga um laun bankastjóra Arion banka. Bendir hann á að laun bankastjórans séu 4,3 milljónir á mánuði sem sé 145% hækkun frá þeim launum sem þáverandi bankastjóri var með árið 2008. „Þessar hækkanir áttu sér stað á sama tíma og íslenskir launþegar voru þvingaðir til að fresta og afsala sér hluta af sínum launahækkunum samhliða stöðugleikasáttmálanum sáluga vegna efnahagshrunsins. Það er ekki bara að fréttir af þessum ofurlaunum birtist íslensku launafólki þessa dagana, heldur var fyrir örfáum dögum síðan kynnt vegleg hækkun til héraðs- og hæstaréttadómarar sem nam rúmum 100.000 kr. á mánuði,“ segir Vilhjálmur.

Hann bendir jafnframt á að nú geri Samtök atvinnulífsins þá kröfu á íslenska launþega að þeir gangi frá afar hófstilltum kjarasamningum til að mæta efnahagsvanda íslensks atvinnulífs. „Gangi það eftir verða mánaðarlegar hækkanir um eða undir 10.000 kr. á mánuði. Með öðrum orðum, enn og aftur á það að vera íslenskt launafólk sem á að slá af sínum kröfum á meðan einstakir hópar geta skammtað ríflega sín launakjör svo nemur hundruðum þúsunda króna hækkun á mánuði.

 

Nú held ég að sé komið að algjörri ögurstundu hjá alþýðu þessa lands og nú þurfi hún að rísa aftur upp og það með afgerandi hætti. Því það er alveg ljóst að það er stefnt leynt og ljóst að því að taka að nýju upp gömlu gildin, gildin sem lutu að græðgi, sérhagsmunagæslu og hroka í garð almennings. Á þeirri forsendu er það alþýða þessa lands sem þarf að sjá til þess að græðgisvæðingin nái ekki aftur að skjóta rótum í okkar samfélagi, það er búið að níðast nóg á almenningi í þessu landi og við vitum hvað þarf til að stjórnvöld og bankastjórnendur hlusti á almenning í þessu landi. Nú þarf að dusta rykið af búsáhöldunum.“

 

Sjá grein Vilhjálms í heild sinni á: www.vlfa.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is