Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2011 11:39

Samþykkt að sameina leik- og grunnskóla i Hvalfjarðarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í gær var samþykkt að sameina leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar undir eina stjórn. Samþykkti sveitarstjórn tillögu fræðslu- og skólanefndar frá því í liðinum mánuði. Verða skólarnir sameinaðir undir eina yfirstjórn frá 1. ágúst næstkomandi.  Við breytinguna verði lagðar niður stöður stjórnenda og aðstoðarstjórnenda leikskólans Skýjaborgar  og Heiðarskóla og auglýst eftir einum skólastjóra sem síðan ráði til sín undirstjórnendur. Að auki verður settur á fót samráðshópur með fulltrúum foreldra beggja skóla, fulltrúum stjórnenda beggja skólanna, fulltrúum starfsmanna og tveimur fulltrúum fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn verður undir stjórn utanaðkomandi aðila sem ráðinn verður til ráðgjafar á meðan á sameiningaferlinu stendur.

 

 

 

 

Hlutverk samráðshópsins verður meðal annars að fjalla faglega um þau álitamál er upp kunna að koma og varða sameininguna. Eftir ráðningu nýs skólastjóra mun nýr samráðshópur verða stofnaður undir hans forystu. Sá hópur mun verða skipaður fulltrúum foreldra og kennara beggja skóla auk fulltrúa fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn mun vinna að því að setja upp nýtt skipurit fyrir skólann og móta stefnu og starf sameinaðrar stofnunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is