Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2011 02:03

Mikil sýking í síldarstofninum í Breiðafirði

Dagana 21. – 25. febrúar síðastliðna fór Hafrannsóknastofnun í rannsóknarleiðangur til að kanna ástand síldarstofnsins í Breiðafirði. Markmið rannsóknanna var fyrst og fremst að meta og fylgjast með þróun Ichthyophonus sýkingarinnar sem herjað hefur á stofninn frá árinu 2008 og valdið miklum afföllum bæði í ungsíld sem og veiðistofninum. Alls voru tekin sex sýni í leiðangrinum, tvö úr dreifðri síld inni á Grundarfirði, tvö úr torfu inni á Kolgrafarfirði og tvö úr torfum í Hofstaðavogi. Hlutfall sýktra sílda hefur breyst lítið frá síðasta ári, að jafnaði voru um 40% síldanna sýktar en þess má geta að 80% síldarinnar sem veiddist í Grundarfirði var sýkt.

 

 

 

 

 

Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar kemur hins vegar fram að á þessum tíma hefur sýkingin breyst á þann hátt að hlutfall lítið sýktra sílda fer lækkandi en á sama tíma hefur hlutfall á öðrum stigum vaxtið. Rannsóknirnar staðfesta fyrri mælingar um mikla sýkingu í stofninum. Engar vísbendingar séu um annað en að sýkingin valdi dauða hjá þeirri síld sem greinist með sýkingu. Hinsvegar virðist það taka lengri tíma hér en á öðrum hafsvæðum þar sem faraldur vegna Ichthyophonus hefur greinst í síldarstofnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is