Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2011 09:21

Fræðaþing landbúnaðarins hefst í dag

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti.  Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit verða á sínum stað. Þá verða vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.  Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Eftir erindin verða settar inn upptökur af þeim inn á vefinn. Erindin eru sum hver gefin út í ráðstefnubók sem hægt er að nálgast á staðnum. 

Meðal dagskrárefna:

 

-        Rannsóknir á heilsufarslegum afleiðingum eldgossins í Eyjafjallajökli

-         Áburðargildi ösku úr Eyjafjallajökli og áhrif hennar á gæði fóðurs

-         Áhrif eldgoss í Eyjafjallajökli á ferskvatnsfiska

-        Þróun á kynbótamati íslenska hestsins – keppniseiginleikar og forval

-        Hvert skal stefna með Landsmót hestamanna – áherslur og áskoranir

-        Áhrif kynbóta á framleiðni íslenskra kúabúa

-        Íslenska forystuféð

-        Ösp á Íslandi – rannsóknir, ræktun og nýting

-         Ný vandamál í skógrækt samfara hlýnandi loftslagi 21. aldar – rannsóknir á ertuyglu

-        Tækifæri til bættrar nýtingar hjá bændum með smáframleiðslu matvæla

-        Áhrif óðalsatferlis á vistfræði laxfiska í ám

-        Vöxtur bleikjueldis á Íslandi

-        o.m.fl.

 

Öllu áhugafólki um fagmál landbúnaðar og náttúruvísindi býðst að sækja þingið. Hægt er að skrá þátttöku á Fræðaþingið á vefnum www.bondi.is. Ráðstefnugjald er kr. 11.000 (innifalið fundargögn og kaffi/te) en nemar fá ókeypis aðgang gegn framvísun nemendaskírteinis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is