Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2011 09:42

Lokið er 119 ára sögu sparisjóðs í Ólafsvík

Með yfirtöku Landsbanka Íslands á starfsemi SpKef sl. mánudag lauk 119 ára sögu sparisjóðs í Ólafsvík. Í bæjarblaðinu Jökli sem kom út í dag segir að Sparisjóður Ólafsvíkur hafi verið stofnaður á fyrstu mánuðum ársins 1892 fyrir áeggjan Jóhönnu Jóhannsdóttur og var sjóðurinn því elstur af þeim sparisjóðum sem voru sameinaðir Sparisjóðnum í Keflavík. SpKef sparisjóður var svo reistur á rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Í tilkynningu frá Landsbankanum um liðna helgi kom fram að útibú SpKef á þeim fjórum stöðum þar sem bæði Landsbankinn og Spkef höfðu starfsemi, verður lokað og á það m.a. við um Ólafsvík. Í tilkynningu bankans kom einnig fram að leitast verður við að bjóða starfsmönnum á þessum stöðum ný atvinnutækifæri innan Landsbankans eða starfslokasamning væru þeir komnir nærri starfslokaaldri.

Jökull greinir jafnframt frá því að í ljósi atburða helgarinnar var það kannski einhvers konar fyrirboði að í hvassviðri fyrir skömmu fauk smárinn í merki sparisjóðsins af húsi sjóðsins og brotnaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is