Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2011 09:15

Upplýsingafundir framundan um ESB samningaferlið

Þriðjudaginn 15. mars verða haldnir upplýsingafundir í Borgarbyggð um gang mála í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið. „Við höfum þegar ákveðið fundi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um hádegið á þriðjudaginn og í Háskólanum á Bifröst eftir hádegið þar sem við eigum fund með kennurum og nemendum. Um kvöldið verður svo opinn fundur í Borgarnesi á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og Borgarbyggðar. Síðan eru áform um fundi í framhaldsskólunum á Vesturlandi jafnvel á miðvikudag,“ segir Stefán Haukur Jóhannsson formaður samninganefndar Íslands og aðasamningamaður í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Fólk vill vera upplýst um þessi mál

„Við höfum haldið svona fundi víða um land og áhuginn fyrir málefninu er mikill enda er þetta nokkuð sem snertir alla. Þessir fundir núna eru að frumkvæði Símenntunarmiðstöðvarinnar. Á fundunum fer ég yfir stöðuna í samningaviðræðunum, skipulag verkefnisins og helstu málefnin sem fjallað er um. Ég set þetta allt í samhengi svo fólk skilji betur hvernig þetta fer fram. Í þessu ferli tekur samninganefndin fyrir hvert málefni fyrir sig. Þessu er skipt niður í 33 svið og ég skýri út á fundunum hvernig við skipuleggjum vinnuna og förum í gegnum þetta. Í aðalsamninganefndinni eru átján manns að mér meðtöldum en síðan eru tíu undirhópar undir henni, hver með sitt málefni, eins og sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, byggðamál o.s.fv. Formenn þessara undirhópa sitja svo í samninganefndinni með mér auk nokkurra annarra einstaklinga sem eru með sérfræðiþekkingu hver á sínu sviði.“

 

Fyrst og fremst tæknileg vinna núna

Stefán Haukur segir samningaferlið ganga samkvæmt áætlun. „Við erum ekki byrjuð á efnislegum þáttum. Núna er þetta frekar tæknileg vinna þar sem við erum að greina löggjöf Evrópusambandsins með sérfræðingum hverjum á sínu sviði. Með því reynum við að átta okkur á því hvernig hún hentar okkur og berum hana saman við okkar löggjöf til að skilgreina hvar munur er á okkar löggjöf og Evrópusambandsins.“ Stefán segist finna fyrir miklum áhuga almennings á málefninu. „Fólk vill fá upplýsingar og það langar til að skilja hvernig þetta fer fram og fræðast betur um þessi mál til að geta síðar meir tekið upplýsta afstöðu. Það er líka hluti af mínu starfi að miðla upplýsingum um þetta verkefni.“

 

Alveg ljóst að sitt sýnist hverjum

Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa talað um að viðræðurnar séu í raun ekki samningaviðræður heldur aðlögunarferli. Stefán segir ljóst að sitt sýnist hverjum í þessu stóra máli. „Ég tek ekki afstöðu varðandi þetta. Við þurfum að greina mjög vel og nákvæmlega til hvers er ætlast af okkur í nefndinni stjórnsýslulega til þess að geta upplýst almenning, stjórnvöld og hagsmunaaðila um hvað þetta þýðir allt í raun og veru fyrir okkur. Þetta er þáttur í okkar samningaviðræðum. Við þurfum að greina vel hvaða stjórnsýsluverkefnum við þurfum að sinna með aðild. Við þurfum að átta okkur vel á hvað við erum þegar með gegnum EES samninginn, sem er umtalsvert. Þar er hægt að nefna stofnanir eins og Matvælastofnun, Samkeppnisstofnun og fleiri sem við erum þegar með vegna EES samningsins. Við þurfum að skoða hverju við þurfum að bæta við og hvað við þurfum að gera til að geta tekið við nýjum verkefnum sem felast í aðild. Hvort við þurfum t.d. að setja upp ný toll- og tölvukerfi, þjálfa starfsfólk og hvað kostar þetta allt, hvað tekur þetta langan tíma og ýmislegt fleira. Þannig að það er í mörg horn að líta.“

 

Flókið mál og margbrotið

Stefán segir að á þessu stigi sé verið að vinna undirbúningsvinnuna fyrir eiginlegar aðildarviðræður. „Þegar þessari rýnivinnu er lokið er komið að næsta stigi sem er að fara efnislega yfir málin vegna aðildar að Evrópusambandinu. Yfir þetta allt förum við á þessum fundum og ég hvet fólk til að mæta og kynna sér málin svo það geti tekið efnislega afstöðu, hvort sem hún verður með eða á móti aðild að Evrópusambandinu. Það er ekkert svart og hvítt í þessum efnum því þetta er margbrotið og flókið mál. Ég tek enga afstöðu í þessu máli og geri mér grein fyrir að sitt sýnist hverjum en það er mjög mikilvægt að fólk fræðist um þessi mál og kynni sér þau því þetta er afar mikilvægt málefni fyrir alla Íslendinga,“ segir Stefán Haukur Jóhannsson aðalsamningamaður og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is