Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2011 02:01

Veiðibúðin flutt um set á Skaganum

Veiðibúðin, sem verið hefur til húsa á Skólabraut 37 á Akranesi frá því hún var stofnuð í júní 2006, var nýverið opnuð á nýjum stað við Stekkjarholti 8-10. Veiðibúðin verður í rúmlega 100 fermetra plássi við Stekkjarholtið í um þrisvar sinnum stærra rými en hún var í við Skólabrautina.  Kristín Jónsdóttir verslunarstjóri og eigandi Veiðibúðarinnar segir að nú komi í ljós hve miklu var hægt að troða í litla rýmið við Skólabrautina. „Það er ótrúlegt hvað þetta tekur strax mikið pláss hjá okkur. Fyrst um sinn hugsum við um að koma öllu fyrir og svo í sumar munum við bjóða upp á nýja línu í fatnaði sem hentar mjög vel íslenskum aðstæðum,“ segir Kristín.

 

 

 

Veiðibúðin var stofnuð þegar hún og maður hennar Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn fluttu á Akranes fyrir fimm árum. „Við áttum áður póstverslun sem heitir Hindrun og hefur selt og gerir enn í dag öryggisvörur svo sem gámalása. Upp úr þessu fyrirtæki var Veiðibúðin stofnuð, því þegar við komum á Skagann var ekki til sölu hér matur fyrir hundinn okkar og enginn búð með veiðivörur. Það er líflegt í veiðivörunni yfir sumarið, en yfir veturinn er það gæludýrafóðrið sem mest sala er í,“ segir Kristín.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is