Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2011 01:01

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni á Akranesi

Stóra upplestarkeppnin var haldin á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Alls tóku tólf nemendur í 7. bekkjum Akraness þátt en auk upplestranna flutti Anna Lára Steindal ávarp framkvæmdastjóra Akranesdeildar RKÍ ávarp og nemendur Tónlistarskólans á Akranesi fluttu tónlistaratriði. Umsjónarkennurum voru veitt viðurkenningar fyrir þá alúð sem þeir hafa lagt í verkefnið en þeir eru Christel Rúdólfsdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson og Valdís Sigurvinsdóttir frá Grundaskóla og Elínbergur Sveinsson og Helgi Ólafur Jakobsson frá Brekkubæjarskóla. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Að þessu sinni var það Stefán Teitur Þórðarson frá Grundaskóla sem varð í fyrsta sæti, Patrekur Björgvinsson frá Brekkubæjarskóla var í öðru sæti og í þriðja sæti var Aldís E. Valgeirsdóttir Grundaskóla.

Stóra upplestarkeppnin er samstarfsverkefni margra aðila; Heimilis og skóla, Íslenskrar málnefndar, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands, Rithöfundasambands Íslands, Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna og Samtaka móðurmálskennara, en nánast allir grunnskólar landsins eru þátttakendur í þessu verkefni. Markmið keppninnar er að vekja áhuga nemenda í 7. bekk á vönduðum upplestri og framburði. Styrktaraðilar keppninnar eru Mjólkursamsalan sem styrkir keppina allsstaðar þar sem hún fer fram, en Sparisjóðirnir eru sérstakir styrktaraðilar keppninnar um allt land og gefa verðlaunin sem eru peningaverðlaun; kr. 20.000 fyrir fyrsta sæti, 15.000 fyrir annað sæti og kr. 10.000 fyrir þriðja sætið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is