Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2011 02:36

Landabruggun og kannabisræktun á Skaganum

Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í gær. Um miðjan daginn bárust upplýsingar um landabruggun í bænum og var gerð húsleit í heimahúsi. Þar var lagt hald á bæði landa og eimingartæki. Húsráðandi gekkst við brugguninni. 

Nokkru síðar stöðvuðu lögreglumenn bifreið vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum. Prófanir bentu til þess að hann væri undir áhrifum áfengis, amfetamíns og kannabis. Hann var færður á lögreglustöð ásamt bifreið sinni og gerðu lögreglumenn leit í bílnum. Þar fundust um það bil 60 grömm af amfetamíni sem falin höfðu verið.  Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili mannsins og í ljós kom að þar var í gangi kannabisræktun á lokastigi auk þess sem u.þ.b. 25 grömm af tilbúnu marijuana fundust. 

Maðurinn játaði við yfirheyrslur í nótt að vera eigandi efnanna og ræktunarinnar, að hluti efnanna væri ætlaður til sölu og afgangur til eigin neyslu. Að sögn lögreglu er amfetamínið mjög sterkt sem segir að maðurinn hafi trúlega ætlað að drýgja efnið með íblöndunarefnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is