Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2011 04:19

Með í ferð á enda heims

Félagsheimilið Lyngbrekka var uppljómað í vetrarmyrkrinu í gærkvöldi, föstudagskvöldið 11. mars, og inni ríkti hátíðarandi. Framundan var frumsýning leikdeildar Skallagríms á leikritinu Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur.  Fremst í salnum var búið að koma fyrir dýnum þar sem yngstu áhorfendurnir fengu að koma sér fyrir og biðu spenntir eftir að leiktjöldin hreyfðust.  Í salnum var allur aldur áhorfenda, enda alkunn staðreynd að barnaleikrit geta verið með því skemmtilegra sem fullorðnir fá að sjá. Það reyndist líka vera tilfellið í þetta sinn. Ferðin á heimsenda er létt og skemmtilegt verk, þar sem góðu og vondu öflin takast á eins og oft vill verða. Verkið býr yfir tærum og litríkum söguþræði, skemmtilegum persónum, glettni og fallegri tónlist. Sagt er frá erfiðum leiðangri sem farið er í af einlægni og hreinum huga og það góða verður yfirsterkara að lokum.

Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og er þetta fjórða verkið sem hann leikstýrir hjá leikdeildinni. Með helstu hlutverk fara þau Eiríkur Jónsson, Rebekka Atladóttir, Margrét Hildur Pétursdóttir, Lára María Karlsdóttir og Rúnar Gíslason. Persónurnar voru sjálfum sér samkvæmar og vel túlkaðar í meðförum þeirra. Sýningin öll er einnig mjög heilstæð, hvergi er dauður punktur og allir leikarar nýttu sér svipbrigði og hreyfingar vel til að skapa líf á sviðinu án þess að ærslin yrðu nokkurn tíma yfirgnæfandi. Leikmyndin er mjög látlaus en þjónar sínu hlutverki engu að síður ágætlega. Lýsingin vegur upp á móti einfaldleika hennar og skapar sviðinu ævintýraljóma í anda verksins. Dallilja Sæmundsdóttur stýrir tónlistinni sem er fallega útfærð og mikilvægur hluti sýningarinnar. Eftirtektarvert var að sjá hversu vel yngstu áhorfendurnir fylgdust með allan tímann og virtust njóta kvöldins vel.

 

Eftir að hafa séð leikritið veltir maður því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki verið sýnt oftar, en undirrituð sá ekki merki þess að það hafi verð sýnt nema tvisvar áður, annars vegar frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1989 og svo sett upp í Menntaskólanum á Akureyri 1998.  Leikritið býður upp á sterkan söguþráð, vel mótaðar persónur og fallega tónlist. Þetta var því hugkvæmt val hjá leikdeild Skallagríms sem nú hefur glatt Borgfirðinga með leiksýningum sínum í 95 ár.  Ljóst er að vinnan að baki hverri svona sýningu er ómæld og unnin af mörgum. 

 

Að lokum skal tekið fram að mikil þátttaka ungs fólks í uppfærslunni var bæði eftirtektarverð og kærkomin og sýnir hversu mikilvæg fjölbreytnin er í framboði ungmennafélaganna á viðfangsefnum fyrir börn og unglinga.

 

Önnur og þriðja sýning á Ferðinni á heimsenda verða á morgun, sunnudaginn 13. mars kl. 14 & 17. Miðapantanir eru í síma 848 2331.

 

Guðrún Jónsdóttir

Ljósmynd: Olgeir Helgi Ragnarsson.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is